Áhugamannahnefaleikar

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 13:53:52 (4020)

2002-02-05 13:53:52# 127. lþ. 69.1 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, KF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[13:53]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Þessi brtt. er útrétt sáttarhönd til að reyna að ná málamiðlun í erfiðu deilumáli sem þingið hefur varið mörgum klukkutímum í að ræða. Það er vitað að læknasamtök víða um heim hafa vakið athygli á því að keppni og bardagaþjálfun eða ,,sparring`` gerir box að einni hættulegustu íþrótt í heimi.

Brtt. lýtur að því að æfingar í sal séu heimilar en hvorki bardagaþjálfun í hring né keppni í hnefaleikum. Þar með er hættu á vísvitandi höfuðhöggum og heilaáverkum bægt frá en leiddir fram kostir þess að þjálfa loftsækna íþrótt í sal. Ég segi já.