Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 16:19:47 (4055)

2002-02-05 16:19:47# 127. lþ. 69.4 fundur 371. mál: #A kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla# (dreifing ösku, kirkjugarðaráð o.fl.) frv., GunnS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[16:19]

Gunnlaugur Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Já, hæstv. ráðherra hefur ekki áhyggjur af því að það kynni að fjölga óskum um slíka dreifingu ösku ef þetta verður að lögum. Hins vegar er sá möguleiki fyrir hendi að það geti orðið. Það sem ég lagði mikla áherslu á hér í upphafi máls míns var að það verði að ríkja festa í öllum útfarar- og greftrunarsiðum og að varast beri allt lauslæti og alla lausung. Þetta held ég að eigi að vera leiðarljós okkar.

Ég gerði grein fyrir því að það kynni að vera að þetta ákvæði opnaði fyrir allróttæka breytingu, sem væri skref í þá átt að sundra þeirri góðu sátt sem verið hefur um greftrunar- og útfararsiði í landinu í aldanna rás.