Framhald umræðu um skýrslu um byggðamál

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 13:49:08 (4131)

2002-02-06 13:49:08# 127. lþ. 70.93 fundur 311#B framhald umræðu um skýrslu um byggðamál# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 127. lþ.

[13:49]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Það hefur verið mjög gott samstarf við þingflokksformenn af hálfu forseta um þingstörfin á undanförnum vikum. Það var auðvitað verið að leggja áherslu á það í þessari viku og þeirri síðustu að koma að sem flestum þingmannamálum og ég veit ekki annað en að þingmenn hafi verið mjög ánægðir með þá skipan.

Því hefur ekki verið hreyft á fundum með þingflokksformönnum að taka fyrir eða klára umræðuna um skýrslu Byggðastofnunar, en forseti tók að sjálfsögðu mjög jákvætt í það. Ég sé þá ekki að menn þurfi að hafa neinar áhyggjur af því, að skýrslan og umræðan um hana verði kláruð sem allra fyrst.