Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 16:03:19 (4361)

2002-02-11 16:03:19# 127. lþ. 74.7 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, KF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[16:03]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Talsmenn hnefaleika hafa úr þessum ræðustól haldið því fram að jafnalvarlegir höfuðáverkar hljótist af því að stunda aðrar bardagaíþróttir og nefnt til karate, júdó, taekwondo og fleira. Ég held að þeir hafi rangt fyrir sér. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir sem styðja álit þeirra.

Brtt. sú sem hér eru greidd atkvæði um gerir ráð fyrir að séu hér á landi stundaðar bardagaíþróttir sem svo háttar til skuli Íþrótta- og Ólympíusambandinu falið að hlutast til um þær. Sé svo ekki standa reglur þeirra að sjálfsögðu óbreyttar. Ég segi já.