Svæðisútvarp Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 14:42:26 (4510)

2002-02-13 14:42:26# 127. lþ. 77.6 fundur 412. mál: #A svæðisútvarp Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÁMöl
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[14:42]

Ásta Möller:

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að Rás 2 hafi runnið sitt skeið sem tónlistarútvarp. Hún skapaði nýja vídd í útvarpsmálum þegar hún var sett á laggirnar en núna hafa einkareknar útvarpsstöðvar tekið þetta hlutverk að sér og því er óþarft að Ríkisútvarpið sé á þeim markaði.

Þess vegna er hugmynd hæstv. menntmrh. um flutning Rásar 2 til Akureyrar athyglisverð. Nú hefur útvarpsráð tekið undir hugmyndirnar og útfært þær. Með því að breyta Rás 2 í miðstöð svæðisútvarpa skapast nýir möguleikar á að kynna þjóðina innbyrðis sem við höfum ekki haft möguleika á áður vegna þess að svæðisútvörpin hafa eingöngu verið send send út á viðkomandi svæði. Þannig skapast möguleikar á auknum skilningi milli landshluta, aukinni nálægð fólks, sem ég tel mikla þörf á, herra forseti, á báða bóga.