Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 12:03:11 (4646)

2002-02-14 12:03:11# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[12:03]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Að því er varðar síðari spurningu hv. þm. er því til að svara að félagi hans í þinginu, hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram fyrirspurnir af hálfu Samfylkingarinnar þar sem einmitt er spurt eftir þessum efnum. Ástæðan fyrir því að við spyrjum eftir þeim er að við höfum ekki getað gert okkur grein fyrir því sjálf og þetta kemur ekki fram í fyrirliggjandi þingskjali.

Að því er varðar fyrri spurninguna skulda ég hv. þm. Árna Steinari Jóhannssyni engar skýringar á afstöðu Samfylkingarinnar. Samfylkingin er sjálfstæður stjórnmálaflokkur sem tekur ekki leiðarhnoða frá hv. þingmanni eða Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði að öðru leyti. Það kemur bara í ljós við atkvæðagreiðslu og þá mun hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson verða þess vís hver afstaða Samfylkingarinnar er í þessu máli.

Að öðru leyti frábið ég mér spurningar frá félaga mínum í stjórnarandstöðunni um hvort Samfylkingin muni klofna í hinu eða þessu máli. Ég gæti ef því væri að skipta farið út í að ræða afstöðu hv. þm. og ummæli hans, m.a. um reykspúandi málmbræðslur sem hv. þm. viðhafði af öðru tilefni í fyrra. En ég ætla að spara mér það núna.