Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 20:51:31 (4770)

2002-02-14 20:51:31# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., KolH
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[20:51]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég hef setið til loka þessarar umræðu af því að ég er að bíða eftir seinni ræðu hæstv. iðnrh. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, herra forseti, að hæstv. iðnrh. ætlaði ekki að gera tilraun ... (Iðnrh.: Ég bað forsetann um leið og hv. þingmaður.) Ef hæstv. ráðherra bað um orðið og hæstv. forseti sá það ekki og ég ekki heldur vil ég ...

(Forseti (GuðjG): Hv. þm. bað um orðið sjónarmun á undan og hefur orðið.)

Mér er mikið í mun, herra forseti, að fá að hlýða á lokaræðu hæstv. ráðherra. Mætti ég bíða með orðið og hleypa hæstv. ráðherra á undan mér? (Iðnrh.: Nú hefur hv. þm. talað fyrst.) (Gripið fram í: Já.) Vill hæstv. ráðherra sjá í gegnum fingur við þingmanninn af því að ég ætlaði mér að hlusta á ræðu hæstv. ráðherra en hæstv. forseti sagði að fleiri væru ekki á mælendaskrá. Þess vegna stökk ég til.

(Forseti (GuðjG): Forsetadæmið er í góðu skapi í kvöld og verður við þessari ósk þingmannsins.)

Ég þakka innilega, herra forseti.