Almenn hegningarlög og lögreglulög

Mánudaginn 18. febrúar 2002, kl. 17:10:04 (4837)

2002-02-18 17:10:04# 127. lþ. 79.8 fundur 494. mál: #A almenn hegningarlög og lögreglulög# (sendierindrekar, grímubann, starfslok lögreglumanna o.fl.) frv., GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 127. lþ.

[17:10]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er mjög ánægð með að við skulum ganga aðeins skemur varðandi fangelsun og annað enda eru þessi mál miklu fátíðari hér en víða annars staðar. Við ræddum það aðeins í hv. allshn. í morgun. Auðvitað er ég bara að benda á að þegar búið er að setja málningu á andlit er í raun alltaf hægt að fjarlægja hana á ljósmynd, sama hvernig menn eru málaðir. En við skoðum þetta í nefndinni.