Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:39:46 (4937)

2002-02-19 18:39:46# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:39]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég gat um að sjómenn gætu farið sömu leið og aðrir með dagpeningagreiðslum. Þá er ég með það í huga að allir séu jafnir fyrir lögum, að sömu reglur gildi fyrir alla, þingmenn jafnt sem sjómenn. Ég vil benda á að sjómenn greiða sennilega hæstu fæðispeninga af öllum í landinu. Þeir borga kokkinum hlut. Sennilega er það dýrasti matur sem til er í heiminum, maturinn sem sjómenn borða, ef laun kokksins, hlutur hans, mundi reiknast á hverja einustu máltíð.