Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 14:39:39 (5071)

2002-02-26 14:39:39# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[14:39]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú finnst mér hv. þm. ganga aðeins of langt þegar hann spyr svona því að það er ekki hægt að svara því á þessari stundu nákvæmlega hvar þetta sé í forgangsröðinni. Þetta er sett fram sem stefna og mér heyrist að hv. þm. fallist vel á það og líki það. Það er með þetta eins og ýmislegt annað sem þarna er nefnt að í fyrsta lagi vitum við ekki í dag hvað það mun kosta og í öðru lagi getum við ekki fullyrt um það núna í hvaða forgangsröð mál verða sett fram. Að sjálfsögðu mun flest af því sem þarna er nefnt fyrst og fremst sýna sig í fjárlagagerð hvers árs fyrir sig.