Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 16:51:09 (5128)

2002-02-26 16:51:09# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[16:51]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Kristján Möller greindi frá svari sem hann hefur fengið frá ráðherrum um flutning á fjarvinnsluverkefnum. Ég verð að að segja það hér og nú að mér þykir það miður. Þetta er alls ekki nægilega góð frammistaða. Ég hefði viljað sjá að ráðuneytin hefðu verið þarna í forustu um að koma verkefnum út á land.

En það má samt geta þess að Þjóðminjasafnið er með skráningu á Sarpi úti á landi, þannig að þetta er ekki alvont. En sá árangur sem Kaupþing hefur haft af sinni vinnslu úti á landi ætti að vera öðrum hvatning, því það er virkilega til fólk sem getur unnið vel á landsbyggðinni. Það má einnig nefna störf bankanna sem hafa verið að færast miðlæg inn á höfuðborgarsvæðið sem alveg er hægt að vinna á landsbyggðinni. Við verðum bara að halda áfram að reyna að hvetja fólk til að flytja slík störf út á land.