Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 18:12:37 (5161)

2002-02-26 18:12:37# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[18:12]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir leiðinlegt ef ég hef talað svona óskýrt. Ég sagði að aðeins væri talað um eitt sveitarfélag í þessum tillögum og það væri Akureyri. Ég nefndi svo önnur sveitarfélög sem ég sagði að væru væntanlega næst á dagskrá, ef þau á annað borð ættu að vera þar, það væru sem sagt Hornafjörður, Sauðárkrókur, Egilsstaðir o.fl. Ég kannast ekki við að hafa séð nein sveitarfélög nefnd í þessu nema Akureyri. (Gripið fram í: Ísafjörð.) Já, kannski er minnst á Ísafjörð en það er alla vega ekki mikið um upptalningu á sveitarfélögum í þessari tillögu.

Ég veit að hæstv. ráðherra er að reyna að brydda á nýjum aðferðum þarna með því að setja upp nýsköpunarmiðstöð fyrir sveitarfélögin sem á væntanlega að vera staðsett á Akureyri eins og þarna stendur. Það þýðir einfaldlega að með því er verið að veikja Byggðastofnun. Ég velti því fyrir mér hvað verður þá um Byggðastofnun.