Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 18:28:38 (5175)

2002-02-26 18:28:38# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[18:28]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Það er ekkert merkilegt þó að þessir hv. þm. hafi skoðanir á byggðamálum og þó að þeir vilji fara aðra leið en kemur fram í þáltill. Það er bara ofureðlilegt að þeir hafi miklar skoðanir á þessu. (Gripið fram í: Hverjir eiga þá að styðja þetta?) Það kemur svo allt í ljós, herra forseti, hverjir koma til með að styðja þáltill. þegar hún verður endanlega afgreidd héðan. Ég á ekki von á öðru en að stjórnarþingmenn reyni að ná fram þeim breytingum sem þeir telja nauðsynlegar. Og ég er ekki frá því að þær breytingar sem þá mundu nást fram, sem ég vona að verði, séu nokkurn veginn í anda þess sem hv. stjórnarandstöðuþingmenn eru að tæpa á hér. Því ég er ekki viss um að skoðanir okkar fari svo langt frá hver annarri í þessu máli.