Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:54:28 (5247)

2002-02-26 21:54:28# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:54]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra annarrar spurningar. Nú hefur byggðakvótinn aukist um 250% frá árinu 1999, úr 1.500 tonnum í 5.300 tonn og hæstv. ráðherrar tala um markaðshugsun í sjávarútvegi. Sér ráðherra fyrir sér að hægt væri að láta þennan kvóta fara á uppboð innan byggðarlaganna eins og t.d. sveitarstjórn Vesturbyggðar óskaði eftir á sínum tíma þegar verið var að deila út byggðakvóta þangað? Og sér hæstv. ráðherra fyrir sér að markaðshugsunin nái lengra inn í sjávarútvegskerfið þannig að aflaheimildir verði boðnar upp í einhverjum mæli?