Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 17:45:13 (6450)

2002-03-21 17:45:13# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[17:45]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt sem hv. þm. segir að reynsla og þekking á eldi sjávardýra er að vissu leyti innan landbúnaðarins. En hún er einnig innan sjávarútvegsins og sérstaklega eru það þá þau stig atvinngreinarinnar þegar nær kemur markaðnum, þ.e. meðferðin við slátrun og vinnslu og markaðssetning sem tengist sjávarútveginum, en auðvitað einnig það sem snýr að eldinu. Þess vegna held ég að sú staða sem uppi er í dag sé staða sem við getum vel við unað, svo fremi sem ekki er verið að ala á einhverri ástæðulausri togstreitu innan Stjórnarráðsins á milli ráðuneytanna. Það er hlutur sem ég hef reynt að forðast og ég veit að hæstv. landbrh. hefur gert það líka. Um þessi mál hefur verið mjög gott samstarf okkar á milli.