Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 17:45:22 (6594)

2002-03-25 17:45:22# 127. lþ. 104.3 fundur 629. mál: #A réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum# (EES-reglur, heildarlög) frv. 72/2002, félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[17:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Þó að kannski megi segja að hvatinn að þessu frv. sé kominn frá Brussel þá vil ég taka fram að fullkomin sátt er um frv. á milli aðila vinnumarkaðarins. Þetta mál hefur verið rætt bæði í félmrn. og í samstarfsnefnd sem aðilar vinnumarkaðarins eiga aðild að með félmrn. Þetta frv. er samið af þeirri nefnd og mótað þó að hvatinn að því sé ættaður frá Brussel. Ég get út af fyrir sig tekið undir það með hv. þm. Ögmundi Jónassyni að við megum ekki gera okkur gyllivonir um einhver veruleg áhrif í Brussel þó við gengjum í Evrópusambandið.