Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 18:32:48 (6604)

2002-03-25 18:32:48# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[18:32]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get upplýst hv. þm. um að ég hef fyrirvara við þetta mál. Í sjálfu sér verður afgreiðsla nefndarinnar með eðlilegum hætti. Ég mun ekki beita þar neinu ofbeldi, það dettur mér ekki í hug. Ég hef starfað af miklum heiðarleika og komið málum frá landbrh. hratt í gegnum nefndina þannig að hann getur ekki kvartað undan því. Þarna er ágreiningur okkar á milli og að sjálfsögðu gerði ég grein fyrir honum hér. Ég vil ekki koma aftan að ráðherra. Hann hefur vitað frá því strax eftir áramót þegar málið var kynnt að ég væri ekki sátt við það en ég held að við getum alveg náð einhverri lendingu í þessu máli, ég og hæstv. landbrh.