Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 22:41:31 (6661)

2002-03-25 22:41:31# 127. lþ. 104.5 fundur 630. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gróðurhúsaafurðir og garðávextir) frv. 84/2002, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[22:41]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég átti dálítið erfitt með að tengja Kárahnjúkavirkjun málinu sem við ræðum hér. Ég á reyndar afar erfitt með það. Ég næ því ekki enn þá hvernig það tengist þessu máli. Hv. þm. sagði auk þess: Neytandinn er framleiðandi og framleiðandinn er neytandi. Ég náði því nú ekki heldur.

Það sem ASÍ og BSRB hafa samið um, ákveðin rauð strik í samningum, eru samningar sem þeir sjálfir hafa gert. Ef þessi rauðu strik ógna þeim þá geta þeir bara látið þau vera. Ef það kemur fram 1. maí að verðbólgan er eitthvað eilítið hærri þurfa þeir ekki endilega að rjúfa samninga, það er engin skylda.

Síðan vil ég nefna að þegar búið er að borga þessum 93 bændum 25 milljónir á hvern bónda á tíu árum þá heldur dæmið væntanlega áfram. Það er ekki búið eftir tíu ár. Ég hef ekki séð beingreiðslur í landbúnaði detta út eftir tíu ár, aldrei nokkurn tíma. Þetta mun halda áfram og þetta mun hækka. Þetta mun leiða til þess að þessir menn framleiða, eins og allur landbúnaðurinn, minna en ekki neitt því að styrkir til landbúnaðar eru hærri en laun þeirra sem þar starfa.