Umferðarlög

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 18:28:24 (7183)

2002-04-08 18:28:24# 127. lþ. 114.27 fundur 652. mál: #A umferðarlög# (Umferðarstofa o.fl.) frv. 83/2002, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[18:28]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég sé í raun ekkert sem mælir gegn því að slíkt sé gert. Að sjálfsögðu þarf að fylgjast vel með þróun þessara mála. Ég deili vissulega áhyggjum hv. þm. af ungum ökumönnum en ég bendi líka á að það hafa verið mjög skiptar skoðanir um ökuprófsaldur, m.a. hefur verið bent á að þetta gæti skapað ákveðna erfiðleika fyrir ungt fólk á landsbyggðinni, fólk sem þarf að keyra nokkuð langa leið til að komast í skóla eða vinnu. Það eru svo sem ýmis sjónarmið á bak við í þessu máli en vissulega er það svo, að ég held, að einu löndin í Evrópu sem enn þá hafa 17 ára aldur eru Ísland og Bretland. Alls staðar annars staðar er ökuleyfið miðað við 18 ára aldur.

Menn hafa á hinn bóginn sagt að það hafi engar óyggjandi sannanir komið fram um að þó að aldurinn væri hækkaður mundi slysum fækka. En svo sannarlega þarf að fylgjast með þróun þessara mála.