Uppsagnir hjá Landssímanum á Akureyri

Mánudaginn 22. apríl 2002, kl. 10:06:32 (8076)

2002-04-22 10:06:32# 127. lþ. 125.91 fundur 534#B uppsagnir hjá Landssímanum á Akureyri# (aths. um störf þingsins), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 127. lþ.

[10:06]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Það er illur daunn af þessu máli. Þarna er farið með ákaflega fruntalegum hætti að starfsfólki sem hefur starfað við Símann áratugum saman og því gert að gera upp örlög sín á örfáum mínútum. Svona gera menn ekki.

Ég fagna því hins vegar að hæstv. samgrh. talar með þeim hætti að ætla má að honum sé málið mjög erfitt, honum þyki þetta slæmt, og ég vil þess vegna skora á hæstv. samgrh. að hann taki í hnakkadrambið á þeim mönnum sem haga sér svona og beiti sér fyrir því fyrir mína hönd og annarra skattborgara, annarra eigenda þessa fyrirtækis, að þessum uppsögnum verði þegar í stað kippt til baka.