Steinullarverksmiðja

Þriðjudaginn 30. apríl 2002, kl. 14:01:47 (8558)

2002-04-30 14:01:47# 127. lþ. 134.1 fundur 663. mál: #A steinullarverksmiðja# (sala á eignarhlut ríkisins) frv. 57/2002, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 127. lþ.

[14:01]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það hagar svo til vegna fundar forseta þingsins að ég missti af fyrri hluta ræðu hv. þm. Jóns Bjarnasonar. Það hagar einnig þannig til, herra forseti, að hv. þm. Jón Bjarnason var einn af fáum þingmönnum sem sátu hér í gær þegar ég spurði hæstv. iðnrh. ákveðinna spurninga. Af því að ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki alveg á svari hæstv. ráðherra langaði mig að leggja þá spurningu fyrir hv. þm. hvort hann hefði áttað sig á svarinu sem kom hérna í gær frá hæstv. iðnrh., þegar hún annars vegar talaði um ásættanlegt verð verksmiðjunnar þegar ríkið vildi selja, og hins vegar að ef ekki yrði selt væri hluturinn verðlítill. (KHG: Ertu í andsvari við iðnrh.?) Nei, ég er að reyna að fá það upp hvort einn af fáum þingmönnum sem hér voru staddir í umræðunni í gær hafi skilið þetta svar. Ég skildi það ekki alveg og það kunna að vera betur gefnir menn í þingsölum heldur en ég. Þess vegna langaði mig að vita það áður en ég tek til máls á eftir.

(Forseti (GuðjG): Þetta var varla andsvar við ræðu hv. þm. og eðlilegra að hv. þm. spyrði hæstv. ráðherra að þessu.)