Húsnæðismál

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 12:54:06 (8629)

2002-05-02 12:54:06# 127. lþ. 135.9 fundur 710. mál: #A húsnæðismál# (félagslegar íbúðir) frv. 86/2002, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[12:54]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég mótmæli því að verið sé að stytta andsvaratímann. Ég vil þá frekar fara í ræðu um málið á eftir heldur en mér sé boðið upp á. Ég óska þá bara eftir að fara á mælendaskrá og get þess vegna sleppt andsvarinu.

(Forseti (GuðjG): Það er í þingsköpum að forseta er heimilt að stytta andsvör og jafnvel að sleppa þeim. Þingmenn sætta sig ekki við að þingfundur sé haldinn þegar fundur er í nefndum og mótmæla því þannig að forseti verður að taka tillit til þess og stjórna fundinum samkvæmt því.)