Vegáætlun fyrir árin 2000--2004

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 15:46:58 (8655)

2002-05-02 15:46:58# 127. lþ. 135.11 fundur 680. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000--2004# þál. 28/127, SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[15:46]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Enn talar þingmaðurinn um niðurskurð sem ég vil frekar kalla frestanir af því að þessum verkum er frestað fram á næsta ár og þau koma til framkvæmda þá.

Af því að þingmaðurinn minntist á jarðgangagerð, þá er varið 300 millj. núna á áætlun til jarðgangagerðar og ekki er gert ráð fyrir að það sé hvort sem er hægt að ráðstafa meira fé til þess málaflokks á þessu ári. Það er svo að jarðgöngin, bæði fyrir austan og fyrir norðan, eiga að fara í útboð saman núna í sumar. Ég tek ekki undir með hv. þm. Þuríði Backman að bjóða eigi þetta út hvort í sínu lagi heldur er mjög mikilvægt að ná fram hagræðingu með því að bjóða jarðgöngin út saman og hefja framkvæmdir nú í haust og til þess eru áætlaðar á vegáætlun 300 millj.