Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 18:07:06 (8676)

2002-05-02 18:07:06# 127. lþ. 135.8 fundur 616. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (grunnskólabyggingar) frv. 60/2002, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[18:07]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð telur fráleitt að sambærilegur stuðningur komi úr opinberum sjóðum við almenna opinbera skóla og skólarekstur sem hefur verið einkavæddur. Við lögðum fram brtt. við frv. þar sem girt yrði fyrir þetta með því að aðeins yrði heimilaður slíkur stuðningur við skóla sem þegar hefðu verið reistir eða verið væri að reisa.

Hæstv. félmrh. lýsti því yfir að hér væri ekki um að ræða stefnumótun til frambúðar, hann liti svo á að þessi lög tækju aðeins til þeirra skóla sem verið væri að einsetja. Í því ljósi styðjum við frv.