Stefna í byggðamálum 2002--2005

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:25:17 (8802)

2002-05-03 14:25:17# 127. lþ. 137.3 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál. 30/127, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:25]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Byggðaáætlun er nú sett fram á hálfri A4-örk og nefnist þingsályktun. Þetta er e.t.v. ekki verra heldur en það sem samþykkt hefur verið undanfarið en hefur þó takmarkaðan rökstuðning. Niðurstaða byggðaáætlana fyrir Norðurland, Austfirði og Vestfirði hefur verið og er samdráttur en vöxtur á suðvesturhluta landsins. Allt þetta ber sterk áhrif hins vonda fiskveiðistjórnarkerfis. Þetta er húmbúkk sem ég styð ekki.