Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:43:30 (596)

2001-10-16 16:43:30# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:43]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er auðvitað alrangt hjá hv. þm. og þarf ekki annað en lesa greinargerðina með frv. til þess að sjá það. Það var verið að leita leiða til sátta, það var verið að reyna að nálgast sjónarmið hv. þm., en það tókst ekki vegna þess að hann hafnaði því sem þar var verið að bjóða og því náðist ekki sátt nema um það sem meiri hlutinn náði sátt um. Hv. þm. neitaði að vera með í því sem hefði hugsanlega getað orðið víðtækari sátt.