Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:49:21 (602)

2001-10-16 16:49:21# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:49]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað alltaf óvissa í sjávarútvegi og hv. þm. Örlygur Hnefill Jónsson kom reyndar inn á það varðandi líffræðilega þáttinn sem ekki gefst tóm til að fjalla um í þessari umræðu en gefst væntanlega seinna.

Hins vegar virðist það vera svo að sjávarútvegsfyrirtækin eru að styrkja stöðu sína og þar með styrkist staða sjávarbyggðanna. Núna er að koma inn tölfræði fyrir síðasta ár og þar virðast, samkvæmt því sem var í Morgunblaðinu, þvert á það sem fram kom í fyrri umræðunni, skuldir útgerðarinnar ekki vera að aukast heldur virðist sem útgerðin hafi greitt niður skuldir um 10--15 milljarða á síðasta ári. Þá er verið að tala um fyrirtæki sem eru utan Verðbréfaþingsins þannig að þvert á það sem kom fram eru þau að styrkja stöðu sína og það minnkar auðvitað óvissuna.

Síðan, herra forseti, virðist sem framlegð fyrirtækjanna á Verðbréfaþingi sé 27% á fyrri hluta ársins og verði ekki verri á síðari hluta ársins þannig að stöðugleikinn minnkar við sterkari stöðu fyrirtækjanna, herra forseti.