Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 14:15:58 (1111)

2001-11-02 14:15:58# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[14:15]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki eitthvað heldur allt sem ég sagði að hefði farið fram hjá hv. þm. Ég var ekki að segja neitt um hverjum þetta væri að kenna. Ég var einmitt að biðja menn um að skoða með opnum huga að við höfum farið aftur á bak en ekki áfram. Okkur hefur ekki tekist til eins og við vonuðumst. Það var það sem ég sagði. Ég ræddi ekkert um aflamark eða sóknarmark, ekki eitt einasta orð þannig að hv. þm. hefur ekki misst af neinu varðandi það. Ég er einmitt að segja að við eigum að skoða alla þættina, ekki eingöngu hvað við vildum veiða heldur hvernig við veiddum, hvenær við veiddum og hvar við veiddum. Ég var að biðja menn að spyrja að því hvort við ættum ekki og þyrftum ekki að taka öll atriði til greina og grandskoða þau vegna þess að sú blákalda staðreynd liggur fyrir, og menn verða að horfast í augu við hana, að okkur hefur mistekist.