Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 17:07:35 (1153)

2001-11-02 17:07:35# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[17:07]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé ekki tímabært fyrir mig að tala neitt skýrar varðandi dagabátana. Ég hef þegar sagt á hvaða forsendum ég vil ganga til viðræðna við smábátaeigendur um þetta mál. Og það verður síðan að koma í ljós hvað út úr þeim viðræðum kemur.

Varðandi úthlutunina samkvæmt 9. gr. þá er svolítið erfitt, í kerfi sem byggir á framseljanlegum aflaheimildum, að sumar aflaheimildir í kerfinu séu ekki framseljanlegar. En eins og ég sagði þá verður þessum aflaheimildum væntanlega úthlutað á ákveðnum grundvelli tengdum byggðarlögunum. En verði þær síðan að almennri verslunarvöru þá er auðvitað forsendan fyrir úthlutuninni brostin. Þar sem þeim er úthlutað árlega er hægt að grípa inn í og breyta þá úthlutuninni, sé raunin sú að menn séu að versla með aflamark sem þannig er úthlutað en nýti það ekki fyrir viðkomandi stað.