Svar við fyrirspurn

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 16:00:13 (1429)

2001-11-12 16:00:13# 127. lþ. 26.91 fundur 117#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), landbrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[16:00]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil gera athugasemd. Þegar svona umræður fara fram þá hélt ég að frummælandi og sá ráðherra sem fer með málið væru jafnan síðastir á mælendaskrá. Þess vegna á ég enn erfitt með að eiga við útúrsnúninga hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar sem enn halda áfram með jafn\-ómerkilegum hætti og í upphafi. Ég hélt að það væri regla, hæstv. forseti, að sá sem hér hæfi spurningar og sá ráðherra sem ætti í hlut, lykju umræðunni og það hefði ég gjarnan viljað hafa í þessu tilfelli (SJS: Hættir bara ekkert.) þegar ekki er málefnalegar farið að en henti hv. þm. eins og svo oft áður.