Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 16:33:57 (2221)

2001-11-29 16:33:57# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[16:33]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. gefur sér ýmsar forsendur og kemur síðan með spurningu miðað við þær. Svarið er já. Það er alveg ljóst að að uppfylltum þessum forsendum hv. þm. værum við að tapa yfirráðum yfir auðlindinni. Þess vegna er það, herra forseti, sem stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin sem ég er formaður fyrir hefur lagt í vinnu til að skilgreina samningsmarkmið sem verður að uppfylla til að hægt sé að hugsa sér það að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Eitt af þeim er auðvitað að veiðireynslan sé grundvöllur undir skiptingu aflaheimilda. Það er alveg ljóst að ef það næðist ekki fram í samningum við Evrópusambandið mundi ég ekki treysta mér til að mæla með því að við mundum ganga þar inn.