Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:06:45 (2685)

2001-12-07 15:06:45# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:06]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Íslendingar eru til allrar hamingju að borga lægri skatta en aðrar þjóðir, sérstaklega skandinavísku þjóðirnar. Eigi að síður er Ísland að verja hlutfallslega meiri peningum miðað við þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála heldur en Danir, heldur en Finnar, heldur en Þjóðverjar o.s.frv. Þeir peningar sem okkur kann að vanta --- ég er ekki að gera lítið úr vanda sjúkrahúsanna, það er stjórnunarvandamál, við erum að missa alla peningana alveg eins og hinar þjóðir Evrópu upp í hátæknina sem er svo rosalega kostnaðarsöm í staðinn fyrir að koma peningunum fyrir í grunnþjónustunni. Þetta er vandamál á Íslandi, þetta er vandamál um alla Evrópu. (Gripið fram í.)