Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 17:02:03 (2730)

2001-12-07 17:02:03# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[17:02]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að upplýsa það að ég sit ekki í stjórn Byggðastofnunar, ég er reyndar varamaður þar en ég sit þar ekki marga fundi. Ég veit samt að unnið er að byggðaáætlun og mér er sagt að hún verði lögð fram mjög fljótlega.

Það er náttúrlega ekki hægt að ætlast til þess að meiri hluti fjárln. geti svarað til um hvað verið er að gera í stofnunum hingað og þangað um landið. Ég veit hins vegar að það er verið að vinna þessa áætlun og hún mun koma fyrir þingið mjög fljótlega. Í tengslum við það er verið að skoða ýmislegt, eftir því sem ég hef fregnað frá markaðs- og atvinnuþróunarfélögum. Meðal annars er verið að skoða samninga við markaðs- og atvinnumálaskrifstofur en það voru gerðir stórir samningar við þessar stofnanir. Þá samninga er verið að endurskoða sem hlýtur að taka töluverðan tíma því að þetta er mjög viðkvæmt mál.