Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 19:09:28 (2982)

2001-12-11 19:09:28# 127. lþ. 49.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 127. lþ.

[19:09]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að í grunninn sé hv. þm. sammála þessu þótt hann vilji bara fara niður í 25%.

Írland gerði þetta og hefur sannað að þetta gengur. Það er rétt hjá hv. þm., að auðvitað er breytingin til að skapa betri samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í landinu. Tilgangurinn er einnig að koma í veg fyrir að þau fari úr landinu, fá ný fyrirtæki inn í landið, fleiri atvinnutækifæri og velsæld.

Mér þykir það með ólíkindum, miðað við það sem á undan er gengið í flokki hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, að þeir skuli leggjast gegn þessu frv. eða sitja hjá og vera ósammála þessu góða máli.