Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 19:17:00 (2989)

2001-12-11 19:17:00# 127. lþ. 49.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 127. lþ.

[19:17]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. geti ekki skotið sér undan því sem hann hefur verið að segja hér í þessum umræðum um skattafrumvarpið. Ég held að það séu alveg hreinar línur í ræðum hans, bæði hér í dag og áður --- við vitum alveg hvernig það lítur út, það eru alveg hreinar línur. Hann er núna að reyna að skýra það að hann sé ekki á móti, reynir svona að bera af sér. (Gripið fram í.)

Varðandi fyrirtæki og sveitarfélög --- ég held að það séu hreinar línur að menn vilja ekki sjá skattalækkanir á fyrirtæki. Það eru alveg hreinar línur. (Gripið fram í.) Það hefur komið fram hér að menn vilja það ekki og telja 30% vera of lága prósentu. Þeir vilja helst fara í hina áttina. Og mér finnst alvarlegt, eins og ég hef sagt áður, að stjórnmálaflokkur fari fram með þessum hætti. Mér finnst það mjög alvarlegt. Maður er að hugsa hvað vakir fyrir slíku fólki.