Umræða um frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 10:38:24 (3037)

2001-12-12 10:38:24# 127. lþ. 50.93 fundur 228#B umræða um frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum# (um fundarstjórn), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 127. lþ.

[10:38]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég vil biðja þingmenn að halda ró sinni. Það er einu sinni svo að forseti gegnir vandasömu starfi. Þingmenn hafa verið að kvarta undan því að þeir hefðu lítinn tíma og hlutirnir þyrftu að ganga fram hratt. En mér finnst þeir að sama skapi ekki sýna hlutverki forseta nægan skilning svo ég bið um að við höldum áfram þingstörfum með eðlilegum hætti. Forseti hefur tilkynnt að umræðunni verði frestað svo að hún geti farið fram seinna í dag. Það er auðvitað líka alveg ljóst að það þjónar svo sem engum tilgangi að halda þessari umræðu áfram í þessum gír. Ég held að við ættum að taka jólaskapið upp aftur. Við eigum eftir að hittast í dag í jólahádegisverði og ég bið um að menn taki til starfa.