Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 12:19:53 (3180)

2001-12-13 12:19:53# 127. lþ. 53.1 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 127. lþ.

[12:19]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér stendur til að fara að greiða atkvæði um tillögur sem fela það í sér að setja eigi kvótakerfi yfir smábátaflotann. Ég vil vekja athygli á því að í brtt. sem er fyrsta brtt. í áliti minni hlutans, þ.e. brtt. mínum og Karls V. Matthíassonar og Árna Steinars Jóhannssonar, kemur fyrir orðið þorskaflahámark. Ef svo fer að meiri hluti þingsins hafni þeirri brtt. þá er auðvitað búið að taka þar með afstöðu til þess að það sé stefna þingsins að kvótasetja smábátana, en 6. gr. a fjallar um þá útfærslu þorskaflahámarksbátanna.

6. gr. a í brtt. okkar fjallar hins vegar eingöngu um sóknardagabátana og fellur ekki við afgreiðslu 1. og 2. brtt.