Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 12:36:23 (3188)

2001-12-13 12:36:23# 127. lþ. 53.1 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 127. lþ.

[12:36]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Það ákvæði sem allt bendir til að hér verði samþykkt sýnir að dropinn holar steininn. Með því að tala nógu oft fyrir málinu þá má sýna stjórnarherrunum fram á að alltaf sé hægt að koma inn skynsamlegum tillögum. Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem hæstv. sjútvrh. hefur frumkvæði að ákvæði sem í raun viðurkennir að það er ekki nokkur leið að ákveða fyrir fram með fjarstýrðum ákvörðunum hvað kemur í veiðarfærin. Hér er tillaga til að hamla gegn þessum veikleika kerfisins og því styð ég það af heilindum.