Heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 10:46:06 (3308)

2001-12-14 10:46:06# 127. lþ. 55.3 fundur 169. mál: #A heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar# (forgangsröð verkefna o.fl.) frv. 154/2001, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[10:46]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð styður meginmarkmið frv. eins og komið hefur fram í atkvæðagreiðslu okkar, þ.e. að færa á eina hendi samningsumboð ríkisins gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum og gera heilbrrh. kleift að marka stefnu um forgangsröð verkefna.

Fyrirvari okkar varðandi þetta frv. lýtur að greiðsluþátttöku bæði sjúklinga og daggjaldastofnana og annarra heilbrigðisstofnana. Við gerum þann fyrirvara á stuðningi við frv. að formbreytingin sem slík leiði ekki til útgjaldaauka hjá sjúklingum, heilbrigðisstofnunum og daggjaldastofnunum.