Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 68  —  68. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um greiðslur úr ábyrgðasjóði launa.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve mikið hefur verið greitt úr ábyrgðasjóði launa vegna gjaldþrota fyrirtækja árlega sl. fimm ár og hvernig skiptast gjaldþrotin eftir atvinnugreinum? Hve hátt hlutfall eru greiðslurnar af heildartekjum sjóðsins?
     2.      Hvernig skiptast greiðslurnar skv. 1. tölul. eftir 5. gr. laga um ábyrgðasjóð:
                  a.      kröfur um vinnulaun,
                  b.      kröfur um orlofslaun,
                  c.      bætur vegna launamissis vegna riftunar eða uppsagnar vinnusamninga,
                  d.      tjón af völdum vinnuslyss,
                  e.      vangoldin lífeyrisgjöld,
                  f.      annað?
     3.      Hve hátt hlutfall hafa greiðslur sjóðsins verið af heildarkröfum árlega sl. þrjú ár skipt í samræmi við a–g-lið 5. gr. laganna?
     4.      Hversu oft má ætla sl. fimm ár að skipt hafi verið um kennitölu í framhaldi af gjaldþroti og nýtt fyrirtæki stofnað í staðinn? Óskað er eftir sundurgreindum upplýsingum eftir rekstraraðilum eða atvinnugreinum liggi þær fyrir.
     5.      Er ástæða til að ætla að brögð séu að því og þeim fyrirtækjum fari fjölgandi sem ekki greiða lögboðin launatengd gjöld né standi skil á greiðslum launa eða opinberra gjalda?
     6.      Hvaða ástæður liggja að baki því að félagsgjöld til stéttarfélaga njóta ekki ábyrgðar hjá sjóðnum og er fyrirhugað að breyta því?


Skriflegt svar óskast.