Ferill 70. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 70  —  70. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um réttarstöðu erlendra kvenna sem vinna á einkaheimilum.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Er lokið könnun á aðstæðum, réttarstöðu og skyldum erlendra kvenna sem koma til landsins og vinna á einkaheimilum? Ef svo er, hver var niðurstaða þeirrar könnunar?
     2.      Nær könnunin einnig til þeirra sem starfa á heimilum fulltrúa erlendra ríkja sem hér dvelja um lengri eða skemmri tíma?
     3.      Hafa kvartanir eða kærur borist frá erlendum konum sem vinna á einkaheimilum hér á landi? Ef svo er, hve margar eru kvartanirnar, hver tók við þeim og hvernig hefur verið unnið úr þeim?