Ferill 87. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 87  —  87. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um greiðslur fyrir tjón af völdum jarðskjálfta.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Er lokið heildaruppgjöri á tjóni sem varð í jarðskjálftunum á Suðurlandi 17. og 21. júní 2000? Ef svo er, hverjar voru heildargreiðslur vegna bótaskyldra tjóna og um hve margar eignir var að ræða?
     2.      Hafa þeir einstaklingar og fjölskyldur sem áttu lágt metnar eignir fengið styrki til endurbóta eða til að eignast nýtt húsnæði? Ef svo er, um hvaða upphæðir er að ræða? Hversu margir einstaklingar eða fjölskyldur sóttu um slíkan stuðning og hversu margir fengu styrk?
     3.      Voru eða verða veittir styrkir til þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir verulegu tjóni í jarðskjálftunum sem ekki fæst bætt úr almennum tryggingum? Ef svo er, um hvaða upphæðir er að ræða? Hversu mörg fyrirtæki sóttu um styrk og hversu mörg fengu?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að fé verði veitt til heildarskoðunar á ástandi húsnæðis á jarðskjálftasvæðunum og ef svo er, hvenær mun slík úttekt fara fram?
     5.      Mun ráðherra skila skýrslu til Alþingis um jarðskjálftana sem urðu 17. og 21. júní 2000, afleiðingar og úrbætur, og ef svo er, hvenær?


Skriflegt svar óskast.