Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 90 — 90. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um nálgunarbann.
Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.
1. Hvernig hafa ákvæði um nálgunarbann í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, nýst?
2. Hversu margar kærur hafa borist til lögreglu vegna háttsemi sem leitt getur til nálgunarbanns og hvernig hafa þær skipst á milli lögregluembætta?
3. Í hve mörgum tilfellum hefur lögregla krafist nálgunarbanns fyrir héraðsdómi?
4. Í hve mörgum tilfellum hefur héraðsdómur orðið við slíkri kröfu lögreglu?
5. Hvert er eðli þeirra mála sem upp hafa komið?
6. Hefur farið fram sérstök kynning fyrir lögreglumenn á ákvæðum um nálgunarbann?
Skriflegt svar óskast.