Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 98  —  98. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um framkvæmd laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hvernig sinnir Íbúðalánasjóður því hlutverki sínu að „fylgjast með íbúðaþörf í landinu og áætlanagerð sveitarfélaga um þörf á íbúðarhúsnæði“, sbr. 7. tölul. 9. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998?
     2.      Hafa öll sveitarfélög séð til þess að húsnæðisnefndir geri árlega áætlanir fyrir sveitarfélagið um þörf á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, hafi milligöngu um, og hugsanlega frumkvæði að því, að aflað verði húsnæðis í því skyni og aðstoði einstaklinga við húsnæðisöflun, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna? Svar óskast sundurgreint eftir sveitarfélögum.
     3.      Hvernig er staðið að vinnu við árlega áætlanagerð um þörf á íbúðarhúsnæði hjá Reykjavíkurborg, í Kópavogi, í Hafnarfirði og á Akureyri í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laganna?
     4.      Hvernig hafa þau sveitarfélög sem hér hafa verið nefnd aðstoðað einstaklinga við húsnæðisöflun?
     5.      Hvað eru margir einstaklingar og fjölskyldur í áðurnefndum sveitarfélögum án húsnæðis?
     6.      Hvernig hefur Íbúðalánasjóður fylgst með áætlanagerð um íbúðarhúsnæði hjá Reykjavíkurborg, í Kópavogi, í Hafnarfirði og á Akureyri.


Skriflegt svar óskast.