Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 100  —  100. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um sérstakt mat umsjónarnefndar á vegum Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á gildi lands norðan Vatnajökuls fyrir náttúruvernd og þjóðgarð.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



    Hvað líður starfi svokallaðrar umsjónarnefndar á vegum Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem getið er í svari iðnaðarráðherra á þskj. 1414 á 126. löggjafarþingi (698. mál) við fyrirspurn á þingskjali 1114, en samkvæmt því svari var ekki vitað hvenær vænta mætti endanlegrar skýrslu frá nefndinni, en talið að hún mundi liggja fyrir á sama tíma og skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar?