Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 109  —  109. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um skógræktarmál og Bernarsamninginn.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Getur ráðherra staðfest að alþjóðlegu fuglaverndarsamtökin Birdlife International hafi kært íslensk stjórnvöld til skrifstofu Bernarsamningsins í Strassborg fyrir að ógna fuglastofnum með stefnu sinni í skógræktarmálum?
     2.      Ef svo er, í hverju felst kæran, hefur skrifstofa samningsins tekið kæruna til greina og að hvaða ákvæðum samningsins lýtur kæran?
     3.      Hver er afstaða ráðherra í þessu máli?