Ferill 123. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 123  —  123. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hve margir heimilis- og heilsugæslulæknar eru starfandi samtals á höfuðborgarsvæðinu?
     2.      Hve margir starfa við hverja heilsugæslustöð í Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi, í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði?
     3.      Hversu mörgum íbúum er hverjum lækni ætlað að sinna?
     4.      Hversu margar nýjar stöður heilsugæslulækna hafa verið heimilaðar af hálfu heilbrigðisráðuneytisins á árunum 2000 og 2001?
     5.      Hve mörgum stöðum heilsugæslulækna var óskað eftir í fjárlagatillögum heilsugæslustöðvanna á umræddu svæði fyrir árin 2000, 2001 og 2002?
     6.      Hvað áformar heilbrigðisráðuneytið að veita leyfi fyrir mörgum nýjum stöðum heilsugæslulækna á næsta ári?


Skriflegt svar óskast.