Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 132  —  132. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa.

(Lagt fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)1. gr.


    Lokamálsliður 13. gr. laganna orðast svo: Rafbréf í sama verðbréfaflokki er heimilt að eignarskrá í fleiri en einni verðbréfamiðstöð, enda sé tryggt að aðeins sé hægt að skrá réttindi yfir hverju einstöku rafbréfi í einni verðbréfamiðstöð.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Ástæða þeirrar breytingar sem hér er lögð til á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa er að sú staða kann að koma upp að útgefandi verðbréfaflokks í verðbréfamiðstöð vilji bjóða hluta af þeim einingum sem gefnar hafa verið út í viðkomandi verðbréfaflokki til sölu erlendis. Einnig kunna erlendir aðilar að sækjast eftir því að hluti af verðbréfaútgáfu þeirra sé tekinn til skráningar á Íslandi. Mikilvægt er því fyrir útgefendur að geta flutt ákveðinn hluta þessara rafbréfa til verðbréfamiðstöðvar í því landi þar sem markaðurinn fyrir bréfin er.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum
nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa.

    Frumvarpið er lagt fram í þeim tilgangi að auðvelda rafræna eignarskráningu verðbréfa erlendis. Frumvarpið er ekki talið hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð verði það óbreytt að lögum.