Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 210  —  68. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um greiðslur úr ábyrgðasjóði launa.

     1.      Hve mikið hefur verið greitt úr ábyrgðasjóði launa vegna gjaldþrota fyrirtækja árlega sl. fimm ár og hvernig skiptast gjaldþrotin eftir atvinnugreinum? Hve hátt hlutfall eru greiðslurnar af heildartekjum sjóðsins?
    Leitað var upplýsinga um málið hjá ábyrgðasjóði launa og fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands.
    Varðandi fyrri lið spurningarinnar vísast til töflu 1a, að því er varðar greiðslur úr ábyrgðasjóði, en töflu 1b varðandi skiptingu eftir atvinnugreinum.
    Varðandi síðari lið spurningarinnar vísast til töflu 1a. Tekjur sjóðsins eru ábyrgðargjald, endurgreiðslur úr þrotabúum og vaxtatekjur. Greiðslur úr sjóðnum undanfarin fimm ár hafa hæst náð 90% af tekjum en lægst hefur hlutfallið orðið 53%. Samkvæmt áætlun fyrir árið 2001 stefnir hins vegar í að greiðslur verði allnokkuð umfram tekjur sjóðsins.

Tafla 1a.


Gjöld, kr. Heildartekjur, kr.* Hlutfall gjalda af heildartekjum
1996 160.873.191 252.128.103 64%
1997 171.964.318 322.096.270 53%
1998 137.675.538 230.785.750 60%
1999 214.562.003 237.332.982 90%
2000 172.582.809 273.213.744 63%
2001 325.000.000

290.000.000     áætlun fyrir 2001

*Ábyrgðargjald.
*Endurgreiðslur úr þrotabúum.
*Vaxtatekjur.

Tafla 1b. Greiðslum skipt eftir atvinnugreinum 1.1. 1999-30.9. 2001.



B Fiskveiðar 11.633.489
DA Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður 146.645.177
DB Textíl- og fataiðnaður 17.445.628
DC Leðuriðnaður 520.247
DD Trjáiðnaður 26.154.402
DE Pappírsiðnaður og útgáfustarfsemi 15.731.859
DH Gúmmí- og plastvöruframleiðsla 14.226.459
DJ Málmiðnaður 6.690.462
DK Vélsmíði og vélaviðgerðir 28.223.445
DL Rafmagns- og rafeindaiðnaður 15.443.184
DM Framleiðsla samgöngutækja 13.161.292
DN Húsgagnaiðnaður og annar ótalinn iðnaður 6.634.411
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 49.229.562
G Verslun og ýmis viðgerðarþjónusta 109.005.060
H Hótel- og veitingahúsarekstur 53.160.945
I Samgöngur og flutningar 25.518.248
K Fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 35.014.436
M Fræðslustarfsemi 183.287
N Heilbrigðis- og félagsþjónusta 1.215.271
O Önnur samfélagsþjónusta, félagastarfsemi, menningarstarfsemi 6.462.244
P Heimilishald með launuðu starfsfólki 106.137
P2 Ótilgreind starfsemi 1.052.030
583.457.275

     2.      Hvernig skiptast greiðslurnar skv. 1. tölul. eftir 5. gr. laga um ábyrgðasjóð:
                  a.      kröfur um vinnulaun,
                  b.      kröfur um orlofslaun,
                  c.      bætur vegna launamissis vegna riftunar eða uppsagnar vinnusamninga,
                  d.      tjón af völdum vinnuslyss,
                  e.      vangoldin lífeyrisgjöld,
                  f.      annað?

    Þær upplýsingar sem óskað er eftir liggja eingöngu fyrir um tímabilið 1. september 1999 til 30. september 2001. Sjá töflu 2.

Tafla 2. Sundurliðun krafna fyrir tímabilið 1.1. 1999–30.9. 2001.



a.
kröfur um vinnulaun
187.147.282
b.
kröfur um orlofslaun
79.636.923
c.
bætur vegna launamissis
85.814.259
d.
tjón af völdum vinnuslyss
5.517.953
e.
vangoldin lífeyrisgjöld
128.135.749
f.
vextir
59.480.513
g.
innheimtukostnaður
23.579.138
h.
orlof vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækja
31.018.785
i.
skiptatrygging
9.587.881

     3.      Hve hátt hlutfall hafa greiðslur sjóðsins verið af heildarkröfum árlega sl. þrjú ár skipt í samræmi við a–g-lið 5. gr. laganna?
    Í töflu 3 er sundurliðun fyrir árin 1999 og 2000 og fyrstu níu mánuði ársins 2001.

Tafla 3. Hlutfall greiðslna af heildarkröfum fyrir tímabilið 1.1. 1999–30.9. 2001.



1999 heildarkröfur greitt úr ábyrgðasjóði hlutfall
a. kröfur um vinnulaun 98.434.027 87.629.190 89%
b. kröfur um orlofslaun 24.808.983 22.116.794 89%
c. lífeyrissjóðsiðgjöld 62.622.575 49.666.687 79%
d. bætur vegna launamissis 41.740.889 24.706.237 59%
e. tjón af völdum vinnuslyss 0 0
g. innheimtukostnaður 10.492.577 6.998.705 67%
2000 heildarkröfur greitt úr ábyrgðasjóði hlutfall
a. kröfur um vinnulaun 54.718.265 43.283.621 79%
b. kröfur um orlofslaun 25.287.673 23.648.130 94%
c. lífeyrissjóðsiðgjöld 46.122.274 38.063.244 83%
d. bætur vegna launamissis 42.435.669 27.991.316 66%
e. tjón af völdum vinnuslyss 1.800.355 1.800.355 100%
g. innheimtukostnaður 10.739.061 7.957.600 74%
1.1.–30.9. 2001 heildarkröfur greitt úr ábyrgðasjóði hlutfall
a. kröfur um vinnulaun 73.027.202 56.234.471 77%
b. kröfur um orlofslaun 37.131.295 33.871.999 91%
c. lífeyrissjóðsiðgjöld 51.046.448 44.435.035 87%
d. bætur vegna launamissis 74.445.434 33.116.706 44%
e. tjón af völdum vinnuslyss 3.717.598 3.717.598 100%
g. innheimtukostnaður 11.935.127 8.622.833 72%


     4.      Hversu oft má ætla sl. fimm ár að skipt hafi verið um kennitölu í framhaldi af gjaldþroti og nýtt fyrirtæki stofnað í staðinn? Óskað er eftir sundurgreindum upplýsingum eftir rekstraraðilum eða atvinnugreinum liggi þær fyrir.
    Fyrirtækjaskráning fer fram hjá Hagstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu hafa ekki farið fram rannsóknir sem veitt gætu svör við spurningunni.

     5.      Er ástæða til að ætla að brögð séu að því og þeim fyrirtækjum fari fjölgandi sem ekki greiða lögboðin launatengd gjöld né standi skil á greiðslum launa eða opinberra gjalda?
    Á fyrstu níu mánuðum ársins 2000 voru greiddar kröfur úr ábyrgðasjóði launa vegna 79 þrotabúa. Á sama tímabili á yfirstandandi ári er fjöldi þrotabúa orðinn 102. Áætlað er að á árinu muni greiðslur úr ábyrgðasjóði nema u.þ.b. 325 millj. kr. en á árinu 2000 námu greiðslur 172.582.809 kr., sem var lækkun frá árinu 1999. Sú hækkun á greiðslum úr sjóðnum sem er fyrirsjáanleg á þessu ári skýrist fyrst og fremst af því að á árinu hafa margir stórir atvinnurekendur orðið gjaldþrota. Erfitt er hins vegar að svara spurningunni af nokkurri vissu varðandi það hvort algengara sé en áður að fyrirtæki greiði ekki lögboðin gjöld eða standi skil á greiðslum launa eða opinberra gjalda.

     6.      Hvaða ástæður liggja að baki því að félagsgjöld til stéttarfélaga njóta ekki ábyrgðar hjá sjóðnum og er fyrirhugað að breyta því?
    Rétt er að geta þess að nú stendur yfir endurskoðun laga um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrotaskipta, nr. 53/1993. Skv. 1. gr. núgildandi laga ábyrgist sjóðurinn greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu viðurkennds lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti eða þegar dánarbú hans er til opinberra skipta og erfingjar hans ábyrgjast ekki skuldbindingar hans. Í 1. mgr. 5. gr. laganna er ábyrgð sjóðsins takmörkuð við kröfur launþega um vinnulaun, orlofslaun, bætur vegna launamissis vegna riftunar eða uppsagnar vinnusamnings, bætur vegna vinnuslyss, vexti og innheimtukostnað. Einnig ábyrgist sjóðurinn bætur til þess sem tilkall á til bóta vegna dauðsfalls launþega af völdum vinnuslyss og kröfur viðurkennds lífeyrissjóðs um vangoldin lífeyrisiðgjöld. Hefur ekki orðið breyting á hvað þetta varðar frá setningu laga um ríkisábyrgð á launum, nr. 23/1985.
    Ábyrgð sjóðsins nær samkvæmt framansögðu til greiðslna sem með beinum hætti tengjast framfærslu launþega, þar á meðal til lífeyrisréttinda, en einnig ábyrgist sjóðurinn kostnað sem hlotist getur af innheimtu kröfu á hendur vinnuveitanda. Félagsgjöld til stéttarfélaga eru hins vegar nokkuð annars eðlis. Er ekki að sjá af lögskýringargögnum að nokkurn tíma hafi komið til umræðu að ábyrgð sjóðsins næði til þeirra gjalda, en rétt er að benda á að ef til þess kæmi yrði væntanlega um að ræða frádrátt af greiðslu sjóðsins til launþega sem sjóðurinn skilaði beint til viðkomandi stéttarfélags.
    Engin ákvörðun hefur verið tekin um hugsanlegar breytingar á lögunum að því er varðar framangreint atriði við þá endurskoðun sem nú stendur yfir á lögum um ábyrgðasjóð launa.