Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 222  —  73. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð.

     1.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess? Ef svo er, hvenær var það gert og hvað hefur verið gert til að framfylgja áætluninni?
    Umhverfisráðuneytið hefur gert sérstaka jafnfréttisáætlun, sem birt er í fylgiskjali með svari þessu. Áætlunin var staðfest í nóvember 1999 og er nú unnið að fyrstu endurskoðun hennar í jafnréttisnefnd ráðuneytisins. Til þess að framfylgja áætluninni hefur verið unnið markvisst að því að auka hlut kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytisins. Ráðuneytið setti sér sérstaka fjölskyldustefnu þar sem staðfest er 4. gr. áætlunarinnar um sveigjanlegan vinnutíma. Þrír starfsmenn hafa minnkað við sig störf tímabundið frá því að áætlunin var samþykkt og er einn deildarstjóri með vinnuaðstöðu heima hjá sér. Þrír starfsmenn hafa fengið fartölvur til afnota bæði til þess að nota á ferðalögum og heima við ef þeir óska þess. Jafnréttisáætlunin er kynnt öllum nýjum starfsmönnum og var kynnt á fundi með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins haustið 1999 og voru þeir hvattir til þess að setja stofnunum sínum jafnréttisáætlun.

     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár og um hvaða stöður er að ræða? Hversu margir umsækjendur voru um hverja stöðu og hversu margir þeirra voru metnir hæfir til að gegna henni, skipt eftir kyni í báðum tilvikum? Hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Síðastliðin þrjú ár voru auglýstar fimmtán stöður lausar til umsóknar hjá ráðuneytinu. Ein skrifstofustjórastaða, tvær deildarstjórastöður, sex sérfræðingsstöður og fjórum sinnum var auglýst í tvær stöður móttökuritara. Einnig voru auglýstar stöður ritara og bókara. Í þessar fimmtán stöður voru ráðnar tólf konur og þrír karlar. Karl var ráðinn skrifstofustjóri og tveir karlar voru ráðnir sem deildarsérfræðingar en konur voru ráðnar í hinar stöðurnar. Af þessum fimmtán starfsmönnum eru tólf að störfum hjá ráðuneytinu þegar þetta er ritað. Ekki eru handbærar upplýsingar um fjölda umsókna um allar stöður í ráðuneytinu því að langoftast fara umsóknir í gegnum ráðningarskrifstofu sem metur umsóknir eftir hæfisskilyrðum í auglýsingu.

     3.      Hefur á síðustu þremur árum verið ráðið í stöður á vegum ráðuneytisins sem ekki voru auglýstar? Ef svo er, um hvaða stöður er að ræða og hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Á síðustu þremur árum var ráðið í tvær stöður sem ekki voru auglýstar með hefðbundnum hætti. Annars vegar var ráðinn karl í stöðu ráðherrabílstjóra og hins vegar var ráðin kona í stöðu skjalavarðar tímabundið vegna barnsburðarleyfis með milligöngu ráðningarskrifstofu.


     4.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins? Hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig skiptast þeir eftir kynjum og hvenær voru þeir skipaðir?
    Svar við þessum lið fyrirspurnarinnar er í heild í eftirfarandi töflu. Þar kemur m.a. fram að 138 konur starfa í nefndum á vegum ráðuneytisins en 407 karlar. Tekið skal fram að tölurnar ná bæði yfir aðal- og varamenn.

Dagsetning Heiti Tegund Karlar Konur
29.01.1992 Verkefnisstjórn „Botndýr á Íslandsmiðum“ Verkefnanefnd 7 0
08.02.1994 Starfshópur um umhverfisvöktun Verkefnanefnd 5 3
03.09.1997 Stjórn Náttúrustofu Suðurlands Lögbundin stjórn 4 2
06.06.1997 Ráðgjafarnefnd um umhverfisrannsóknir og vöktun umhverfis vegna stóriðju í Hvalfirði
Verkefnanefnd

7

0
27.11.1997 Stjórn Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar Lögbundin stjórn 3 3
30.10.1997 Samvinnunefnd um málefni norðurslóða Lögbundin nefnd 8 3
01.01.1998 Prófnefnd mannvirkjahönnuða Lögbundin nefnd 2 1
01.07.1998 Dýraverndarráð Lögbundið ráð 4 6
01.07.1998 Ráðgjafarnefnd um villt dýr Lögbundin nefnd 14 0
01.07.1998 Aukefnanefnd Lögbundin nefnd 4 6
01.07.1998 Hollustuháttaráð Lögbundið ráð 12 4
04.08.1998 Bráðamengunarnefnd Verkefnanefnd 7 1
07.08.1998 Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra Lögbundin stjórn 5 1
08.09.1998 Starfshópur um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun Föst verkefnanefnd 5 0
12.05.1998 Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarvarnarmála Lögbundin nefnd 4 2
13.01.1998 Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála Lögbundin nefnd 5 1
15.05.1998 Umhverfismerkisráð Föst verkefnanefnd 5 4
15.05.1998 Nefnd um samning við landeigendur innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs á Snæfellsnesi
Verkefnanefnd

2

0
17.08.1998 Nefnd um umhverfisvísa Verkefnanefnd 2 3
18.02.1998 Samstarfsnefnd um líffræðilegan fjölbreytileika Föst verkefnanefnd 5 0
18.12.1998 Nefnd um endurskoðun laga nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar
Verkefnanefnd

6

0
23.09.1998 Stjórn Náttúrustofu Vesturlands Lögbundin stjórn 3 3
30.06.1998 Vísindanefnd um loftslagsbreytingar Verkefnanefnd 7 1
30.10.1998 Stjórn Náttúrustofu Austurlands Lögbundin stjórn 5 1
03.03.1999 Nefnd um kaup ríkisins á Geysissvæðinu Verkefnanefnd 3 0
05.11.1999 Nefnd um kaup ríkisins á Núpsstað Verkefnanefnd 4 1
06.04.1999 Jafnréttisnefnd Verkefnanefnd 1 2
06.10.1999 Starfshópur um tekjuöflun af náttúruperlum Verkefnanefnd 5 0
10.05.1999 Íslenska matvælarannsóknanefndin (NMKL) Föst verkefnanefnd 3 3
10.08.1999 Stýrihópur El Grillo Verkefnanefnd 3 0
12.11.1999 Samvinnunefnd miðhálendisins Lögbundin nefnd 20 12
14.06.1999 Fráveitunefnd Lögbundin nefnd 5 1
19.10.1999 Samstarfsnefnd um matarsjúkdóma Verkefnanefnd 10 2
23.03.1999 Starfshópur um reglugerð um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit
Verkefnanefnd

3

4
29.01.1999 Samvinnunefnd um landmælingamál Verkefnanefnd 7 0
01.02.2000 Nefnd um endurnýtingu úrgangs Verkefnanefnd 4 4
01.02.2000 Ofanflóðanefnd Lögbundin nefnd 5 1
02.02.2000 Náttúruverndarráð Lögbundið ráð 13 5
02.06.2000 Nefnd um rannsóknarsetur að Kvískerjum Verkefnanefnd 3 2
03.07.2000 Nefnd um endurskoðun laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum
Verkefnanefnd

3

5
04.07.2000 Hreindýraráð Lögbundið ráð 8 1
04.09.2000 Spilliefnanefnd Lögbundin nefnd 11 3
05.04.2000 Nefnd um námskeið fyrir iðnmeistara Verkefnanefnd 3 1
05.06.2000 Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur Lögbundin nefnd 12 6
07.07.2000 Stjórn Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn Lögbundin stjórn 9 1
09.06.2000 Breiðafjarðarnefnd Lögbundin nefnd 13 1
16.02.2000 Nefnd um nýtt húsnæði Náttúrugripasafns Íslands Verkefnanefnd 5 1
18.05.2000 Nefnd um reglugerð um stjórn hreindýraveiða Verkefnanefnd 5 1
18.05.2000 Tilraunadýranefnd Lögbundin nefnd 1 2
19.07.2000 Stjórn Náttúrustofu Vestfjarða Lögbundin stjórn 5 1
20.06.2000 Starfshópur um öryggi leikvallatækja Verkefnanefnd 2 4
21.03.2000 Starfshópur um framhald mála varðandi El Grillo Verkefnanefnd 4 2
23.11.2000 Stýrihópur um íslenska þolhönnunarstaðla Verkefnanefnd 6 0
28.03.2000 Stjórn Náttúrustofu Reykjaneskjördæmis Lögbundin stjórn 4 2
30.08.2000 Hættumatsnefnd Fjarðabyggðar Verkefnanefnd 4 0
01.09.2001 Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 392/1994, um mjólk og mjólkurvörur
Verkefnanefnd

2

2
04.09.2001 Nefnd um aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á einstaka fuglastofna
Verkefnanefnd

5

1
08.10.2001 Ráðgjafarnefnd um þjóðgarðinn í Skaftafelli Lögbundin nefnd 3 0
08.10.2001 Ráðgjafarnefnd um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum Lögbundin nefnd 3 0
08.10.2001 Ráðgjafarnefnd um þjóðgarðinn Snæfellsjökul Lögbundin nefnd 2 1
09.03.2001 Nefnd um þróun landupplýsingakerfa Verkefnanefnd 6 0
10.10.2001 Nefnd um framtíðarlausnir húsnæðismála Náttúrufræðistofnunar Íslands
Verkefnanefnd

4

0
18.06.2001 Skólaráð Brunamálaskólans Lögbundið ráð 6 0
20.03.2001 Hættumatsnefnd Ísafjarðar Verkefnanefnd 4 0
21.03.2001 Starfshópur um rammatilskipun um vatn nr. 2000/60/EB Verkefnanefnd 8 1
22.06.2001 Samstarfsnefnd um sjálfbæra þróun Verkefnanefnd 5 2
22.06.2001 Umhverfisfræðsluráð Föst verkefnanefnd 11 7
24.07.2001 Íslandsnefnd Alþjóðajarðfræðisambandsins (IUGS) Verkefnanefnd 4 1
25.01.2001 Sérfræðinganefnd um framandi lífverur Lögbundin nefnd 4 5
25.09.2001 Nefnd til að endurskoða lög nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár
Verkefnanefnd

5

0
27.02.2001 Hættumatsnefnd Siglufjarðar Verkefnanefnd 4 0
27.02.2001 Hættumatsnefnd Seyðisfjarðar Verkefnanefnd 4 0
28.09.2001 Nefnd um urðun úrgangs Verkefnanefnd 2 2
31.01.2001 Brunamálaráð Lögbundið ráð 10 3
407 138



Fylgiskjal.

Jafnréttisáætlun umhverfisráðuneytisins.


(11. nóvember 1999.)


    Umhverfisráðuneytið gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum karla og kvenna. Markmiðið með jafnréttisáætlun þessari er að allt starfsfólk ráðuneytisins eigi jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína í störfum sínum fyrir ráðuneytið. Áætlunin er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 28/1991, um jafna stöðu jafnan rétt kvenna og karla. Til að fylgja eftir áætluninni starfar sérstök jafnréttisnefnd í ráðuneytinu sem fjallar um og hefur eftirlit með framkvæmd hennar og endurskoðun. Framkvæmd áætlunarinnar skal metin og hún endurskoðuð á að minnsta kosti tveggja ára fresti.

MARKMIÐ
    Yfirstjórn ráðuneytisins vinni markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan ráðuneytisins og tryggja að möguleikar kvenna og karla til starfa og starfsframa, sí- og endurmenntunar séu jafnir.
    Í öllu starfi ráðuneytisins verður unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla í þjóðfélaginu.
    Jafnréttisstarf verði eðlilegur hluti af daglegu starfi ráðuneytisins og áhersla lögð á þátttöku beggja kynja í umræðu og aðgerðum.

HVERNIG MÁ NÁ MARKMIÐUM
     1)      Með hliðsjón af 5. grein laga nr. 28/1991 mun umhverfisráðuneytið leita leiða til þess að jafna hlutfall kvenna og karla í öllum störfum ráðuneytisins svo og í nefndum og ráðum á vegum þess.
     2)      Tryggt verði að konur og karlar njóti sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
     3)      Við skipan í nefndir á vegum ráðuneytisins verður lögð áhersla á að skipa konur og karla jöfnum höndum. Í þeim tilgangi mun ráðuneytið í öllum bréfum þar sem óskað er tilnefninga í nefndir á vegum þess minna á ákvæði laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla.
     4)      Starfsskipulag ráðuneytisins taki mið af samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Sveigjanlegur vinnutími og skilningur á tímabundnum þörfum foreldra ungra barna eru lykilatriði. Feðrum verði sérstaklega kynnt sú afstaða ráðuneytisins að gengið sé út frá því að þeir taki sér það fæðingarorlof sem þeir eiga rétt á og séu heima hjá veikum börnum til jafns við mæður.
     5)      Að gefinn verði kostur á tímabundnum hlutastörfum vegna fjölskyldu- eða heimilisaðstæðna.
     6)      Hvatt verði til að jafnréttismál verði kynnt og rædd á starfsmannafundum og reynt að draga fram mikilvægi þess að jafnréttismál verði að vera viðfangsefni beggja kynja, enda muni bæði kynin njóta góðs af auknu jafnrétti í samfélaginu.
     7)      Yfirstjórn leggur áherslu á að góða líðan starfsmanna og góðan starfsanda og lítur því kynferðislega áreitni alvarlegum augum.
     8)      Nýjum starfsmönnum verði kynnt gildandi jafnréttisáætlun er þeir hefja störf í ráðuneytinu.


Siv Friðleifsdóttir.



Magnús Jóhannesson.